Undanþága gefin áfram fyrir Skíðasvæðið í Skarðsdal

Veðurstofa Íslands hefur veitt undanþágu til að starfrækja Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði áfram á snjóflóðahættusvæði eins og undanfarin ár. Rekstraraðilar svæðisins hafa auglýst að svæðið muni opna 4. desember næstkomandi.

Mikið tjón varð á svæðinu í byrjun árs þegar snjóflóð féll yfir svæðið og skíðaskálann. Til stendur að færa skíðasvæðið af skilgreindu hættusvæði, en það hefur tekið lengri tíma en áætlað var.

Strangt eftirlit verður áfram með svæðinu í vetur fyrir hvern opnunardag eins og verið hefur í mörg ár.

Rúv.is greindi fyrst frá þessu.

Umsjónarmenn í Skarðsdal hafa birt metnaðarfulla vetrardagskrá svæðsins fyrir næsta vetur.

Vetrardagskrá í Skarðsdal 2022

16. janúar World Snow Day world-snow-day.com

17. feb-6. mars. Vetrarfrí á stór-Reykjavíkursvæðinu

14-18. Apríl Páskafjör

30. Apríl Skarðsrennsli