Undankeppni söngkeppni Samfés haldin í Fjallabyggð

NorðurOrg sem er undankeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi fyrir Samfés, verður haldin í Fjallabyggð föstudaginn 25. janúar næstkomandi.  Viðburðurinn verður haldinn í Íþróttahúsinu í Ólafsfirði og hefst keppnin kl. 19:00 en húsið opnar 18:30.  Ball verður haldið eftir að keppni lýkur.  Búast má við 350-500 unglingum á viðburðinn.  NorðurOrg var haldið á Sauðárkróki fyrir ári síðan.