Umtalsvert atvinnuleysi í Fjallabyggð

Umhverfisfulltrúi  Fjallabyggðar hefur kynnt stöðu mála varðandi fjölda umsókna í fá störf hjá sveitarfélaginu.  Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun er umtalsvert atvinnuleysi í sveitarfélaginu.
Atvinnu- og ferðamálanefnd Fjallabyggðar hefur lýst yfir áhyggjum af stöðu mála og hefur lagt til að sótt verði í átakið “Vinnandi vegur” sem Vinnumálastofnun stendur fyrir.