Umsóknir um þátttöku á Listasumri 2012 á Akureyri

Auglýst hefur verið eftir umsóknum um þátttöku á Listasumri 2012 á Akureyri sem standa mun frá 19. júní til 25. ágúst. Umsóknarfrestur er til 20. janúar 2012 og eru umsækjendur hvattir til að kynna sér vel ákveðna skilmála áður en sótt er um þátttöku.

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér skilmálana áður en þeir sækja um.

Nánari upplýsingar síma 466 2609.

Umsóknir og fylgigögn skulu send á neðanskráð póstfang, póststimplað í síðasta lagi 20. janúar 2012:

Listasumar á Akureyri
Pósthólf 115
602 Akureyri

ATHUGIÐ! Vegna fyrirhugaðra breytinga á rekstrarfyrirkomulagi, þar sem Listasafnið á Akureyri og Menningarmiðstöðin í Listagili (sem hefur séð um framkvæmd Listasumars) sameinast í eina stofnun um næstu áramót, er viðbúið að einhverjar breytingar geti orðið á fyrirkomulaginu. Það mun þá verða kynnt sérstaklega á opinberum vettvangi og umsækjendur sem þegar hafa skilað inn umsóknum verða látnir vita.