Umsjón með sundlauginni Sólgörðum í Fljótum

Fræðslunefnd Skagafjarðar hefur samþykkt að ganga til samninga við  Kristínu Sigurrós Einarsdóttur og Alfreð Símonarson vegna leigu á Sólgarðaskóla í Fjótum og umsjón með sundlauginni á Sólgörðum. Skagafjörður auglýsti í vor eftir aðilum til að taka húsnæðið á leigu og annast rekstur sundlaugarinnar eins og síðustu sumur.