Umsækjendur um stöðu skólastjóra Dalvíkurskóla

Alls sóttu þrír um stöðu skólastjóra Dalvíkurskóla sem rann út þann 26. apríl síðastliðinn. Ein umsókn var dregin til baka. Meðal umsækjanda er Friðrik Arnarson, sem er núna skólastjóri skólans í afleysingu.

Eftirtaldir aðilar sóttu um:

Ásgeir Halldórsson, matreiðslumaður.

Friðrik Arnarson, deildarstjóri í Dalvíkurskóla og nú sem skólastjóri í afleysingu frá 1. apríl 2019.