Umhverfisviðurkenning til Vegagerðarinnar á Sauðárkróki

Vegagerðin á Sauðárkróki fékk nýlega umhverfisviðurkenningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir snyrtilegasta umhverfi stofnunar. Um er að ræða samstarfsverkefni sveitarfélagsins og Soroptimistaklúbbs Skagafjarðar.

Þetta var í sjöunda sinn sem viðurkenningar voru veittar en öll framkvæmdin hvílir á herðum kvenna í klúbbnum. Vegagerðarmenn á Sauðárkróki þakka kærlega viðurkenninguna en þetta er í annað sinn í ár sem Vegagerðin hlýtur viðurkenningu.