Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2023, Brynja Baldursdóttir, verður útnefnd við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 16. febrúar í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði og hefst athöfnin kl. 18:00. Við sama tilefni verða afhentir styrkir Fjallabyggðar til menningarmála, hátíðarhalda, styrkir til reksturs safna og setra og grænna verkefna.

Einnig verða í fyrsta sinn afhent Umhverfisverðlaun Fjallabyggðar.