Umhverfisdagar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verða haldnir dagana 15. – 19. maí næstkomandi, en í ár eru 30 ár frá því að umhverfisdagar voru fyrst haldnir í firðinum. Íbúar eru hvattir til að hlúa að umhverfinu og er takmarkið að fá snyrtilegra og fegurra umhverfi. Mikilvægt er að íbúar, fyrirtæki og félagasamtök taki höndum saman, tíni rusl og snyrti til í og við lóðir sínar og á nærliggjandi opnum svæðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sveitarfélaginu Skagafirði.
Óskað er eftir tillögum að viðburðum og verkefnum til að framkvæma á þessu 30 ára afmæli og er hægt er senda inn tillögur á tölvupósti á skagafjordur(hjá)skagafjordur.is.