Mikil umferð var til og frá Dalvík í gær vegna Fiskidagsins mikla, en þar var að vanda mikil hátíðardagskrá allan daginn, tónleikar á sviðinu og flugeldasýning í lokin.

Á mælingum Vegagerðarinnar við Hámundarstaðaháls, þjóðvegi 82 nærri Dalvík, þá fóru 5241 bílar á föstudaginn þar um vegin og var jafnt álag nánast allan daginn og fóru mest 102 bílar kl. 19:50-20:00 þann daginn, en mælt er á hverjum 10 mínútum.

Umferðin í gær, laugardaginn 12. ágúst byrjaði að þéttast um hádegisbil og dróg úr umferð eftir kvöldmat. Aftur ókst umferð mikið og kl. 21:10 fóru 149 bílar í gegn og var það toppur dagsins. Færri bílar voru svo á ferli til miðnættis í nótt en þá kom enn meiri toppur í umferðinni, en klukkan 01:00 voru 179 bílar á ferðinni og kl. 01:30 voru 180 bílar á tíu mínútum. Heildarfjöldi bíla á laugardag um Hámundarstaðaháls voru 7385 bílar.

Umferðin róaðist mikið eftir kl. 02:00 í nótt. Í morgun kl. 8:30 höfðu um 2000 bílar verið á ferðinni, langflestir skömmu eftir miðnætti og til rúmlega 02:00 í nótt.

Múlagöng:

Umferðin í Múlagöngum á föstudag voru 1546 bílar en 2032 bílar á laugardaginn. Nú í morgun voru tæplega 440 bílar farnir í gegn og flestir eftir miðnætti. Mesti toppurinn í gær var kl. 21:10 þegar 58 bílar fór í gegnum göngin á tíu mínútum. Mestur fjöldi bíla eftir miðnætti í nótt var 98 kl. 00:50.

Héðinsfjarðargöng:

Umferðin var jöfn alla helgina í Héðinsfjarðargöngum en 1285 bílar fóru þar í gegn á föstudaginn. Á laugardag fóru aðeins fleiri bílar en 1349 bílar fóru þá í gegnum göngin.

Strákagöng:

Umferðin var einnig jöfn í gegnum Strákagöngin við Siglufjörð, en á föstudag fóru 1316 bílar þar í gegn. Á laugardag fóru 1417 bílar í gegn. Mestur fjöldi bíla þar í gegn í gær á hverjum 10 mínútum var kl. 15:30 þegar 41 bíll fór í gegnum göngin.