Umferðartölur úr Héðinsfjarðargöngum

Á laugardaginn og sunnudaginn var töluverð auking á umferð í Héðinsfjarðargöngum miðað við dagana á undan, en þetta eru þá töluvert lægri tölur en undanfarin ár um verslunarmannahelgi, því má áætla að færri hafi verið á Síldarævintýrinu á Siglufirði en undanfarin ár. Helgin hefur verið fremur köld fyrir norðan, en hitinn í gær var mestur 6,4 °, og á laugardag mestur 8,8° séu skoðaðar veðurathuganir fyrir Siglufjörð.

Héðinsfjarðargöng:

Laugardagur 3. ágúst, 1235 bílar, sunnudagur 4. ágúst, 1159 bílar.