Það má sjá á umferðartölum frá Vegagerðinni, að umferð hefur verið talsverð um Siglufjarðarveg í gær, föstudaginn 27. júní. Þá fóru sléttir 500 bílar um Siglufjarðarveg óháð akstursstefnu. Á fimmtudeginum fóru 355 bílar, svo talsverð aukning var á milli daga. Um Héðinsfjarðargöng fóru 911 bílar í gær en 981 á fimmtudaginn. Er það yfir 200 bíla aukning frá því í upphafi viku. Um Ólafsfjarðarmúla fóru 896 bílar í gær en 761 á fimmtudaginn, svo þar er einnig talsverð aukning.

Þessa helgina er haldin Blúshátíð í Fjallabyggð, Barokkhátíð á Hólum í Hjaltadal, Lummudagar í Skagafirði og svo hefst Þjóðlagahátíð á Siglufirði um miðja næstu viku.

IMG_6672