Umdeildur Gunnar flytur í Fjallabyggð

Hinn 67 ára gamli Gunnar Ingi Birgisson hefur verið ráðinn út kjörtímabilið sem bæjarstjóri Fjallabyggðar, og tekur hann við af Sigurði Vali sem sagði starfinu lausu, en hann hafði verið ráðinn einnig af meirihluta bæjarstjórnar í byrjun síðasta sumars, en hann hafði verið bæjarstjóri eitt kjörtímabil áður, eða frá árinu 2010. Staðan var ekki auglýst heldur var Gunnari boðin staðan með skömmum fyrirvara, en ekki var haft samráð með minnihluta bæjarstjórnar.  Anna Þórisdóttir, fyrsti varabæjarfulltrúi Fjallabyggðarlistans og formaður markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar, hefur beðist lausnar frá störfum flokksins vegna ráðningarinnar, en það kom frá á Rúv.is. Gunnar hyggst flytja til Fjallabyggðar til að sinna nýja starfinu og leitar sé nú að íbúð.

Þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Fjallabyggð boðað til fundar þar sem allir frambjóðendur, nefndarfólk, fulltrúaráð og stjórn flokksins munu hittast til að ræða um ráðningu nýs bæjarstjóra. Flokkurinn fékk flest atkvæði í síðustu kosningum eða 29.4%, en er í minnihluta í Fjallabyggð þetta kjörtímabilið.

Gunnar hefur mikið verið í fréttum síðustu daga og meðal annars í símaviðtali við Bylgjuna. Þá tók Mbl.is gott viðtal við Gunnar, þar sem hann sagðist spenntur fyrir starfinu og sannfærður um að gott verði að búa í Fjallabyggð.

gunnarIBirgisson