Um 700 börn á vinadegi í Skagafirði

Mikil stemming var í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gær þegar um 700 grunnskólabörn ásamt elstu börnum leikskólanna komu saman í þeim tilgangi að skemmta sér saman og sýna hvert öðru vináttu. Dagurinn hófst með samkomu á sal þar sem sungið var og dansað og Ingó Veðurguð mætti á svæðið og sló í gegn hjá öllum aldurshópum. Nemendum var svo skipt niður eftir árgöngum og undir stjórn starfsfólks leik – og grunnskóla í Skagafirði fór hver árgangur og borðaði saman hádegisverð í matsal Árskóla ásamt því að gera eitthvað skemmtilegt s.s. fara út í leiki, spila og leika sér í vinaliðaleikjum.

10. bekkingar heimsóttu Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra, þar sem tekið var vel á móti þeim af fyrsta árs nemum skólans og skólahópar í firðinum sameinuðust í leikskólanum Ársölum.

Þetta er í fjórða sinn sem Vinadagurinn er haldinn í Skagafirði þar sem nemendur og starfsfólk grunn- og leikskólanna hittast og nú bættist tónlistarskólinn í hóp þátttakenda og verður örugglega framhald á því.

sungid-a-sal-2015heimild: skagafjordur.is