Um 60 manns tóku þátt í listasmiðju barna og aðstandenda

Listasmiðja fyrir börn og aðstandendur sem miðar að jafnræði í sköpun milli kynslóða var haldin í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í morgun. Þetta er í fimmta sinn sem Aðalheiður Eysteinsdóttir heldur slíka smiðju um verslunarmannahelgina á Siglufirði. Alþýðuhúsið er hennar vinnustofa og heimili með menningarlegu ívafi.

Á morgun, sunnudaginn 6. ágúst kl. 14.30 – 15.30 munu Arnar Steinn og Helena Stefánsdóttir ( í Ljósastöðinni) vera með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki.
Guðný Kristmannsdóttir sýnir verk sín alla helgina í Kompunni frá kl. 14.00 – 17.00. 

Frítt er á alla viðburði.