Um 60 börn úr Fjallabyggð á Andrésar Andarleikunum

Rúmlega 60 keppendur frá Fjallabyggð taka þátt í 42. Andrésar Andarleikunum á Akureyri . Tæplega 40 eru frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar og rúmlega 20 frá Skíðafélagi Siglufjarðar. Keppendur frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar keppa bæði í göngu og alpagreinum en keppendur frá Skíðafélagi Siglufjarðar aðeins í alpagreinum. Í morgun var of hvasst til að hefja keppni og var því nokkur töf á dagskránni í dag. Dagskránni lýkur á laugardaginn.

Setning leikanna fór fram í gærkvöldi, Elsa Guðrún Jónsdóttir gönguskíðakona hélt ræðu og setti leikana. Einnig hélt Sverre Jakobsson handboltamaður ræðu. Eftir setningu leikanna komu tónlistarmennirnir Magni Ásgeirsson og Rúnar Eff á svið og héldu uppi fjörinu.