Um 4500 manns hlustuðu á Áhöfnina á Húna á Akureyri

Talið er að um 4.500 manns hafi verið við Torfunefsbryggjuna á Akureyri þegar Áhöfnin á Húna hélt þar tónleika á laugardagskvöldið s.l. Þetta voru lokatónleikar Áhafnarinnar á Húna en hún hefur nú siglt með Húna II hringinn í kringum landið í júlí og haldið alls 16 tónleika á 18 dögum. Þetta kemur fram á www.akureyri.is