Um 400 ungmenni hjá Vinnuskóla Akureyrar í sumar

Formlegu sumarstarfi Vinnuskóla Akureyrar lauk 12. ágúst síðastliðinn. Um 400 ungmenni á aldrinum 14-15 ára störfuðu hjá Vinnuskólanum í sumar og 25 flokkstjórar voru þeim til halds og traust.

Ýmsar stofnanir og einstaklingar komu með fræðslu og forvarnir til að brjóta upp daginn, þar á meðal lögreglan, Eining-Iðja, Vistorka, Vinnumálastofnun, Rauði krossinn og Ungmennaráð Akureyrarbæjar.

Veður var með besta móti í sumar og er óhætt að segja að það hafi bókstaflega leikið við starfsfólk Vinnuskólans sem gerði störf þeirra auðveldari fyrir vikið.

Lögð var rík áhersla á að veita nemendum jákvæða og uppbyggilega innsýn í atvinnulífið, byggja upp vinnuvirðingu, skapa trausta og sterka liðsheild og veita unglingum Vinnuskólans fjölbreytileg tækifæri til að fræðast um bæinn og nágrenni hans.

Texti og mynd: Akureyri.is