Vegagerðin hefur fylgst með umferðinni á Dalvík í kringum Fiskidaginn mikla frá árinu 2008 og áætlað fjölda gesta á Fiskidaginn út frá því.  Þessar tölur hafa komið nokkuð heim og saman við það sem umsjónarmenn Fiskidagsins mikla hafa áætlað hjá sér.
Mjög góð aðsókn var á Fiskidaginn mikla í ár og dagana í kring eða um 30 þús. manns. Þessi fjöldi er mældur frá föstudegi til sunnudags.  Aðeins einu sinni áður hefur umferðin mælst meiri en í ár en það var árið 2009, þar sem áætlað er að 31 þús. manns hafi komið til Dalvíkur yfir fiskidagshelgina. Þetta segir Friðleifur Brynjólfsson verkefnastjóri hjá Vegagerðinni í samtali við vefinn.

Inn í þessa umferð kemur að einhverju leiti gestir sem voru á Pæjumóti á Siglufirði og mögulega Króksmóti á Sauðárkróki.

Capture