Um 250 stúlkur voru á Pæjumótinu á Sigló

Svala Pæjumótinu á Siglufirði lauk síðastliðinn laugardag. Um 250 stúlkur á aldrinum 6-10 ára tóku þátt og var mótið því töluvert stærra en árið 2015 en ætlunin er að það muni stækka til muna á næstu árum.

Almenn ánægja var meðal þátttökuliða á mótinu og má sérstaklega nefna að dómgæsla mótsins var rómuð fyrir að vera sú besta sem menn höfðu kynnst á yngriflokkamóti. Slíkt er auðvitað afar mikilvægt í öllu mótahaldi enda dómgæsla mikilvægur hluti leiksins fyrir yngri iðkendur líkt og þá eldri.

Allann tímann var sól og blíða og því gat fólk setið útivið og notið blíðunnar.

Næsta Pæjumót á Siglufirði verður haldið dagana 4.-5. ágúst 2017.

Pæjumót
Svala Pæjumótið á Siglufirði 2016