Um 25.000 heimsóttu Síldarminjasafnið árið 2016

Á nýliðnu ári heimsóttu 25.000 manns Síldarminjasafnið á Siglufirði, sem er met í aðsókn. Um er að ræða tæplega 15% aukningu frá fyrra ári auk þess sem erlendum gestum fjölgaði töluvert, en þeir telja um 60% af heildargestafjölda.

Þess má til gamans geta að samkvæmt gestaskráningu Síldarminjasafnsins hafa alls um 250.000 manns heimsótt safnið frá árinu 1994. Frá þessu er greint á vef safnsins, sild.is.

1994-2016is
Heimild: sild.is