Um 80-100 manns vinna nú á hverjum degi að því að klára Sigló Hótel á Siglufirði. Flestir þeirra koma úr Fjallabyggð og af Eyjafjarðarsvæðinu.  Í sumar munu um 60 manns starfa á Sigló Hótel, Kaffi Rauðku og Hannes Boy. Um 20 manns munu starfa hjá Sigló Hótel á heilsársgrundvelli.  Framkvæmdastjóri og hótelstjóri Sigló Hótels og Rauðku er Sigríður María Róbertsdóttir.

Kostnaður við bygginguna er um 1.3-1.4 milljarðar. Störfin við hótelið eru fjölbreytt, en 2-3 stöðugildi verða í sölu- og markaðsmálum, 4-5 á gistisviði og 10-12 á veitingasviði.  Að auki mun Sigló Hótel reka veitingastaðina Hannes Boy og Kaffi Rauðku og tilheyra því þrír veitingastaðir hótelinu.

Sigló Hótel hefur 68 herbergi, þar af eru 3 svítur og 1 deluxe herbergi. Þá verður  veitingastaður á hótelinu, bar, arinstofa og ráðstefnu- og veitingasalur. Einnig verður útiveitingasvæði, heitur pottur og gufubað. Hótelið er skráð 3430 fm og er fasteignamatið rúmlega 113 milljónir króna. Til stóð að opna hótelið nú í byrjun júní en formleg opnun verður auglýst síðar.

18491998672_25cc78a970_z