Um 17 stiga hiti í Ólafsfirði í gærkvöldi

Óvenjuhár hiti var í Ólafsfirði í gærkvöld, en kl. 23:00 var hitinn 16,8° og 16,3° kl. 03:00 í nótt, en kólnaði svo eftir það. Hitinn í Héðinsfirði fór hæst í 15,5° kl. 03:00 í nótt. Hitinn á Siglufirði var svipaður, eða fór i 15,6° kl. 02:00 í nótt. Veðurfræðingar segja þennan hita vera vegna lægðar á Grænlandshafi og leifarnar af fellibylnum Nicole sem sé að dæla þessu hlýja lofti til landsins.

Ólafsfjörður