Um 150 manns mættu á listsýningu nemenda MTR

Um 150 gestir mættu á opnun listsýningar á verkum nemenda Menntaskólans á Tröllaskaga um s.l. helgi. Sýningin er í Bláa húsinu Gallerý á Siglufirði. Verkin vöktu mikla athygli meðal sýningargesta og aðsóknin var góð. Sýningin verður einnig opin um næstu helgi.
Sýningin samanstendur af verkum sem fjalla um hið fagra, hið háleita og hið gróteska. Túlkun nemendanna er ólík og nálgast hver viðfangsefnið með sínum hætti.

Myndir má sjá hér.

 

Heimild: www.mtr.is