Um 1400 heimsótti Upplýsingamiðstöðina í Dalvík

Upplýsingamiðstöð Dalvíkurbyggðar var staðsett í Bergi menningarhúsi í sumar. Um 1380 ferðamenn heimsóttu upplýsingamiðstöðina í sumar, en opið var frá júní til ágúst. Ferðamenn frá 37 löndum komu til að afla sér upplýsingar um gönguleiðir, afþreyingu, hvalaskoðun, hestaferðir og söfn. Þá voru margir áhugasamir um eyjurnar Hrísey og Grímsey. Mest var um Þjóðverja og Frakka svo Íslendinga og Spánverja.