Um 1300 manns á Hríseyjarhátíð

Talið er að um 1300 manns hafi verið á Hríseyjarhátíðinni sem haldin var um síðstu helgi. Metaðsókn var í allar óvissuferðir, sem voru ætlaðar fyrir börn, unglinga og fullorðna.

Nýjung var í ár á hátíðinni, en nokkrir gestgjafar buðu upp á “Kaffi í görðum” sem vakti lukku gesta. Mjög gott veður var alla helgina og góð stemning í brekkusöngnum. Ingó veðurguð söng svo fyrir gesti á kvöldvöku við varðeld.

Hrísey