Um 130 nemendur í Grunnskóla Fjallabyggðar tóku þátt í árlegri vorhátíð skólans í síðustu viku. Nemendur stigu á svið í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði og léku fyrir fullu húsi. Hátíðin hófst að venju á söng þar sem allir nemendur í 1. -7. bekk komu fram á sviðinu og sungu nokkur lög. Þema kvöldsins voru verk eftir H.C Andersen og mátti sjá allskyns kynjaverur bregða fyrir.  Mikill undirbúningur fór í þessa sýningu hjá krökkunum sem stóðu sig vel. Allar myndir má sjá á vef Grunnskóla Fjallabyggðar.