Talið er að um 130 manns hafi tekið þátt hinni árlegu Druslugöngu á Akureyri. Gengið var frá Akureyrarkirkju og niður á Ráðhústorg. Á torginu var stutt athöfn með ljóðalestri og ræðuhöldum. Viðburðinum lauk með gjörningi þar sem allir viðstaddir mynduðu stóran hring og hrópuðu „Ég er drusla!“ Tilgangurinn með Druslugöngunni er að vekja umræðu um kynferðisofbeldi, hvetja þolendur slíks ofbeldis til að stíga fram og segja frá því en byrgja það ekki inni.

Hildur Eir Bolladóttir prestur Akureyrarkirkju segir í pistli á vefsíðu sinni: “Druslugangan er magnað fyrirbæri, það er fátt jafn fallegt og þegar fólk sameinast með sín andlit, sérkenni og sögu til þess að segja með og án orða að þrátt fyrir margbreytileikann getum við sameinast um lífgefandi gildi eins og kærleika, réttlæti, virðingu og sanngirni.

10983185_1000770063306987_5554063972438673851_n 11745480_1000772563306737_8935720863309126328_n 11745480_1000772559973404_7525651502568007654_n 10983185_1000770069973653_8115454537086626053_nMyndir: Jón Óskar Ísleifsson