Um 130 iðkendur í yngri flokkum KF

Hjá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar æfa um 130 krakkar á aldursbilinu 5-16 ára og eru sumir flokkarnir fjölmennari en aðrir.
Líkt og undanfarin ár eru KF og Knattspyrnudeild Dalvíkur í góðu samstarfi í 6.flokki og eldri eða frá 9 ára aldri. Með samstarfinu ná félögin betur að bjóða iðkendum upp á verkefni við hæfi á mótum en kannski er stærsti ávinningurinn sá að krakkarnir frá þessum tveimur félögum kynnast og hjá mörgum hefur myndast góð vinátta. Félögin reyna eftir fremsta megni að hafa samæfingar eins oft og kostur er. Með samæfingunum kynnast krakkarnir og þjálfarar hafa betri möguleika á að þjálfa atriði sem krefjast meiri fjölda á æfingum.
Framundan er spennandi knattspyrnuvor og knattspyrnusumar þar sem mikið verður um að vera hjá öllum flokkum.
Frá þessu er greint á facebooksíðu yngri flokka KF.