Um 100 menntaskólanemar mættu í Kjarnaskóg í tiltektarstörf

Nemendur og kennarar í menningarlæsi í Menntaskólanum á Akureyri gerðu sér glaðan í Kjarnaskógi í vikunni á síðasta kennsludegi vorannar. Eftir grisjun í skóginum undanfarin misseri biðu gestanna úr MA ærin verkefni. Dagskráin hófst á góðri vinnulotu þar sem trjágreinum var safnað saman og heilu trjádrumbarnir bornir á milli staða vítt og breitt um skóginn.

Allt var unnið undir handleiðslu starfsmanna Kjarnaskógar. Eftir burðinn gæddu sjálfboðaliðarnir sér á pizzu. Veðrið var gott, skógurinn veitti skjól gegn kaldri golunni og sólin lét sjá sig.

Frá þessu var fyrst greint á vef Menntaskólans á Akureyri.

May be an image of einn eða fleiri, body of water og tré
Myndir: MA.is

May be an image of 2 manns, tré og útivist

May be an image of einn eða fleiri, people standing, tré, body of water og náttúraMay be an image of stendur, tré og náttúra

May be an image of einn eða fleiri, people standing og útivist