Um 100.000 ferðamenn í Fjallabyggð árið 2013

Fjallabyggð hefur látið fyrirtækið Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar ehf. gera úttekt á komum ferðamanna til Fjallabyggðar frá árinu 2004-2013. Niðurstöður skýrslunnar liggja nú fyrir og eru helstu niðurstöður eftirfarandi:

  •  Áætlað  er  að  innlendum  ferðamönnum  í  Fjallabyggð,  þ.e.  til  Siglufjarðar  eða  Ólafsfjarðar,  hafi fjölgað  úr  44  þúsund  árið  2004  í  63 þúsund  árið  2013  (nær  öll  aukningin  frá  2010).  Þá  er niðurstaðan  sú  að  erlendum  ferðamönnum  þangað  fjölgaði  úr  15  þúsund  í  36 þúsund  á  sama tímabili.
  •  Alls  er  áætlað  að  um  100  þúsund  ferðamenn  hafi  komið  í  Fjallabyggð  árið  2013,  sem  er  68% aukning frá árinu 2004 og 50% aukning frá árinu 2010.
  • Áætlað er að Íslendingum sem komu í sveitarfélagið  hafi fjölgað um 40% frá 2010 og  erlendum ferðamönnum  um 71%. Árið 2004 voru 25% af gestum  í Fjallabyggð erlendir ferðamenn en  36% árið  2013,  þrátt  fyrir  mikla  fjölgun  landsmanna  þangað  með  tilkomu Héðinsfjarðarganga.  Allar líkur eru á að innan fárra ára komi fleiri erlendir ferðamenn en Íslendingar í Fjallabyggð.
  • Ferðamenn frá Mið-Evrópu (mest Þjóðverjar, en einnig Svisslendingar, Austurríkismenn o.fl.) eru áberandi stærsti hópur erlenda gesta í Fjallabyggð. Verulegur meirihluti erlendra gesta kemur á bílaleigubíl  (á eigin vegum eða “self drive”),  talsvert stór  hluti  á eigin bíl (farþegar með Norrænu) en færri í skipulagðri hópferð eða með áætlunarbílum.

ferdamenn_fjallabyggd_konnun_mynd1 ferdamenn_fjallabyggd_konnun_mynd2