Tvö úr Skíðafélagi Ólafsfjarðar á HM

Skíðasamband Íslands hefur valið keppendur á heimsmeistaramótið í norrænum greinum, Elsa Guðrún Jónsdóttir og Sævar Birgisson frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar eru í þessum hóp. Að þessu sinni fer heimsmeistaramótið fram í Lahti í Finnlandi og stendur yfir frá 22. febrúar til 5.mars. Er þetta í sjöunda skipti sem Lahti mun halda HM í norrænum greinum. Allir keppendur eru valdir til þátttöku í skíðagöngu en einnig er keppt í skíðastökki og norrænni tvíkeppni. Einungis hefur einn keppandi náð lágmörkum fyrir lengri vegalengdir en það er Snorri Einarsson. Aðrir keppendur sem valdir eru þurfa að fara í undankeppnina þann 22. febrúar ef enginn nær lágmörkum áður en HM hefst. Hér að neðan má sjá keppnisplanið ásamt vali á keppendum og fylgdarmönnum.

Keppnisplan:
22.feb – Undankeppni fyrir lengri vegalengdir
23.feb – Sprettganga
25.feb – Skiptiganga
26.feb – Liðasprettur
28.feb – 10km ganga með hefðbundinni aðferð kvenna
1.mars – 15km ganga með hefðbundinni aðferð karla

Keppendur:
Elsa Guðrún Jónsdóttir  
Albert Jónsson          SFÍ
Brynjar Leó Kristinsson SKA
Snorri Einarsson Ullur
Sævar Birgisson