Tvö tilboð bárust vegna jarðvinnuframkvæmda við Grunnskóla Fjallabyggðar

Tveir aðilar sendu inn tilboð vegna jarðvinnuframkvæmda við Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði.
Kostnaðaráætlun fyrir verkið var 10.444.435 kr.
Árni Helgason ehf. bauð 7.188.200 og Bás ehf. bauð 9.312.340 kr.

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að taka lægasta tilboðinu.