Fjallabyggð fékk tvö tilboð þegar auglýst var eftir tilboðum í verkefni við að sameina nokkrar íbúðir hjá Skálarhlíð, dvalarheimili aldraðra á Siglufirði. Um er að ræða íbúðir á 2. hæð og 3. hæð. Byggingarfélagið Berg var lægstbjóðandi og L-7 ehf bauð einnig í verkið. Bæði tilboðin voru yfir kostnaðaráætlun, sem var rúmar 29,2 milljónir. Samþykkt hefur verið að taka tilboði lægstbjóðenda í verkið.  Töluverð eftirspurn er eftir íbúðum í Skálarhlíð og er því mikilvægt að verkefnið klárist á þeim tímaramma sem fylgdi útboðsgögnum.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Byggingarfélagið Berg ehf. kr. 32.759.451,-
L-7 ehf. kr. 35.973.723,-
Kostnaðaráætlun kr. 29.267.785,-