Tvö tilboð bárust í malbikun hjólreiðastíga- og göngustígs milli Akureyrar og Eyjafjarðarsveitar að Hrafnagilshverfi, en Eyjafjarðarsveit auglýsti eftir tilboðum í verkið nú í sumar.  Verkið felur í sér malbikun á 2,5 m. breiðum hjólreiða- og göngustíg. Lengd stígsins er um 7.200 m. Bæði tilboðin voru undir kostnaðaráætlun.

Tilboðsgjafar voru Hlaðbær Colas hf. með kr. 66.234.000 og Malbikun Akureyrar hf. með kr. 59.155.000.   Kostnaðaráætlun í verkið var kr. 73.255.000.

Verklok skulu vera eigi síðar en 21. september 2018.