Tvö tilboð bárust í endurbætur á Ráðhúsi Fjallabyggðar

Tvö tilboð bárust í endurbætur á utanhússklæðingu á Ráðhúsi Fjallabyggðar á Siglufirði. Kostnaðaráætlun var 24.340.000 kr., Berg ehf. bauð 17.673.300 kr og L7 ehf. bauð 27.986.500.

Berg ehf dróg tilboð sitt til baka vegna galla sem gerð voru við tilboðsgerðina. Eftir stóð því aðeins eitt tilboð sem var yfir kostnaðaráætlun. Ekki var talið ráðlagt að fresta verkinu lengur þar sem byggingin liggur undir skemmdum, var því tilboði L7 ehf tekið í verkið.