Fyrsta helgin í júlí er alltaf stór ferðahelgi, og líka í Fjallabyggð.  Laugardaginn 4. júlí var eitt skemmtiferðaskip að kveðja Siglufjörð og annað að koma, það er stund sem er fátíð á þeim bæ.  Skemmtiferðaskipið Ocean Diamond kom á föstudag í sína fimmtu ferð til Siglufjarðar í sumar og var með 190 farþega, á laugardagsmorgun kom Hanseatic í sinni fyrstu ferð í sumar til Siglufjarðar með 175 farþega og fór skipið eftir hádegið og mætti skipinu National Geographic Explorer sem var á leið til hafnar með 150 farþega. Allt að gerast í ferðamannabænum.

19414069135_0ca016bc72_z 19227889469_3851acd64c_z 19407857142_aee86d2816_z