Tvö skemmtiferðaskip í Fjallabyggð um helgina

Tvö skemmtiferðaskip heimsóttu Siglufjörð um helgina. Á föstudag kom Spitsbergen sem er norskt skip, byggt árið 2007 og tekur 335 gesti og 100 manns í áhöfn. Skipið siglir í 12 daga ferð um Ísland í sumar og stoppar meðal annars á Siglufirði, Grímsey, Akureyri og Húsavík. Von er á skipinu aftur í júní til Siglufjarðar.

Skemmtiferðaskipið Ocean Diamond kom í morgun til Siglufjarðar og stoppaði í hálfan dag og er það önnur heimsókn skipsins í maí mánuði.  Skipið er á 10 daga siglingu um landið og stoppar á 9 stöðum og getur tekið 190 farþega. Skipið um koma aftur í júní og júlí til Siglufjarðar.