Tvö skemmtiferðaskip á Siglufirði

Tvö skemmtiferðaskip stoppuðu við Siglufjarðarhöfn í dag, bæði skipin höfðu komið áður í sumar en voru alls með 340 farþega.  National Geographic Explorer var að koma í annað sinn í sumar og Ocean Diamond í sjötta skiptið. Skipin stoppuð í hálfan dag og fóru farþegar meðal annars á Síldarminjasafnið. Bæði skipin héldu svo til Akureyrar í framhaldinu. Þrjú skemmtiferðaskip eiga enn eftir að koma í sumar til Siglufjarðar, en aldrei áður hafa svo mörg skip komið á einu ári.

19014084094_e9b43d2bc1_k 19610484106_88b2374014_z 19610463586_4583eaffa3_z