Tvö skemmtiferðaskip á Siglufirði um helgina

Það var mikið líf á Siglufirði um helgina þar sem tvo skemmtiferðaskip komu, eitt á laugardag og eitt á sunnudag. Hanseatic kom með 175 farþega á laugardag, en skipið kom síðast til Siglufjarðar árið 2015 og er þetta eina heimsókn skipsins í sumar.  Ocean Diamond kom með 190 farþega en skipið er á hringsiglingu um Ísland og var þetta fjórða heimsókn skipsins til Siglufjarðar í sumar.