Það verður líf og fjör í Fjallabyggð um helgina, en von er á tveimur skemmtiferðaskipum um helgin til Siglufjarðar. Á laugardag kemur National Geographic Resolution, sem tekur 126 farþega og er með 112 manns í áhöfn. Skipið stoppar frá morgni og til hádegis. Skipið siglir frá Ísafirði í kvöld og stoppar á nokkrum stöðum á landinu.

Á sunnudag er von á Ocean Diamond, en það er skip sem er á hringferð um Ísland og kemur til Siglufjarðar að morgni og fer á hádegi. Skipið er á Breiðafirði nú í kvöld og á leið til Ísafjarðar. Ocean Diamond er með 144 manns í áhöfn og getur tekið 190 farþega.

Að vanda verður mikið líf í bænum þegar skemmtiferðaskip er í höfninni.