Tvö skemmtiferðaskip á Siglufirði í gær

Í gær komu tvö skemmtiferðaskip með farþega til Siglufjarðar. Þetta voru skipin Ocean Diamond og Pan Orama. Ocean Diamond kom með um 190 farþega og Pan Orama með 49 farþega, en það er minnsta skipið sem heimsækir Siglufjörð í sumar, og var það að koma í 6. sinn í sumar. Ocean Diamond var að koma í 8. skiptið, og er á hringferð um landið. Pan Orama hefur Siglingu frá Akureyri og endar í Reykjavík, en fer ekki hringferð um landið, en ferðin tekur 8 daga, og fara farþegar meðal annars með rútu að skoða Goðafoss og Mývatn með viðkomu á Húsavík á degi tvö í ferðinni. Á degi þrjú er siglt frá Húsavík til Siglufjarðar þar sem öll menningin er skoðun. Á degi þrjú er farið til Ísafjarðar, svo Patreksfjarðar, loks Akranes og endað í Reykjavík. Svona átta daga sigling kostar um 230.000 þúsund til 315.000 með Pan Orama.