Tvö skemmtiferðaskip á Siglufirði

Í dag komu tvö skemmtiferðaskip til Siglufjarðar og stoppuðu hluta úr degi. Þetta voru skipin Spitsbergen og Ocean Diamond. Spitsbergen tekur 335 farþega og Ocean Diamond 190 farþega. Það setur mikinn svip á bæinn þegar ferðamenn í þessum fjölda kemur til Siglufjarðar. Skipin eru á hringferð um landið og koma oftar í sumar, en stoppa einnig á Akureyri, Grímsey og á Húsavík.