Tvö skemmtiferðarskip samdægurs á Siglufirði

Tvisvar sinnum í sumar munu tvö skemmtiferðaskip koma sama dag til hafnar á Siglufirði. Við þær aðstæður verður ekki pláss fyrir öll skip á Bæjarbryggju á Siglufirði og þarf því að leggja togurum eða skemmtiferðaskipum við Ingvarsbryggju eða Óskarsbryggju á Siglufirði. Það er Hafnarstjórn Fjallabyggðar sem þarf að leysa þetta lúxus vandamál.

Þetta gerist þann 6. júní næstkomandi og 12. júlí.

17689896204_ed7a7c2892_z