Tvö rauð spjöld þegar KF mætti Augnablik
Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mætti Augnablik í Lengjubikarnum í gær. Leikurinn var spilaður á gervigrasinu í Fagralundi í Kópavogi. Oumar Diouck var kominn til liðs við KF en hann lék sitt fyrsta tímabil með liðinu á síðasta ári. Tvö rauð spjöld litu dagsins ljós, en þjálfari KF fékk rautt spjald í lok fyrri hálfleiks og Kári Árnason leikmaður Augnabliks á 55. mínútu og léku þeir því einu manni færri eftir það. Augnablik skoraði hinsvegar eina mark leiksins en KF náði ekki að nýta sín færi í þessum leik. Lokatölur 1-0 fyrir Augnablik, og nokkuð óvænt úrslit.