Tvö rauð og tap í nágrannaslag

KF heimsótti Dalvík/Reyni í gærkvöldi í nágrannaslag, en leikið var á Dalvíkurvelli. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik, en meira líf var í síðari hálfleiknum. KF fékk rautt spjald á 61. mínútu og það fékk Friðrik Örn, svo kom annað rautt á KF á 79. mínútu en það fékk Magnús Þorgeirsson. Undir lok leiksins náði svo Dalvík/Reynir að skora markið sem vantaði, en það kom á 90. mínútu og skoraði Alexander Már markið. KF var því í mikilli baráttu að halda jöfnu eftir að hafa misst tvo menn útaf en það hafðist ekki í þetta skiptið.

Næsti leikur er heimaleikur gegn Fjarðabyggð, en leikið verður á Ólafsfjarðarvelli, 28. júní.