Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar(TBS) sendi nokkra iðkendur á Landsbankamót ÍA á Akranesi sem fór fram dagana 15.-16. febrúar. Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir frá TBS gerði sér lítið fyrir og vann til gullverðlauna bæði í einliða – og tvíliðaleik í flokki U13A Tátur. Í tvíliðaleiknum lék hún með iðkanda frá ÍA. Aðrir keppendur TBS náðu ekki í verðlaunasæti á þessu móti.

Voru all 136 keppendur skráðir til leiks í flokkum U11 – U19. Mótið er hluti af stjörnumótaröð unglinga og gefur stig á styrkleikalista þess.

Mynd: https://www.badminton.is/