Hrannar Snær Magnússon og Sævar Gylfason hafa yfirgefið lið KF eftir nokkur ár í meistaraflokki félagsins.

Hrannar er farinn til Selfoss og Sævar til Hauka í Hafnarfirði.

Sævar hefur verið fastamaður í liðinu frá 2019 og leikið  88 leiki og skorað 17 mörk.

Hrannar hefur leikið 63 leiki í meistaraflokki frá árinu 2020 og skorað 4 mörk, þar af 13 leiki fyrir KH. Hann lék einnig með yngri flokkum félagsins.