Níu leikmenn sömdu við KA í dag, þar af fimm nýjir leikmenn en aðrir voru að skrifa undir nýja samninga. Tveir Siglfirðingar skrifuðu undir samning við Knattspyrnufélag Akureyrar, þetta eru þeir:

Baldvin Ingimar Baldvinsson, miðvörður, f. 1996. Baldvin Ingimar er Siglfirðingur og skipti í KA í nóvember sl.  Hann á fjóra landsleiki með U-17 landsliði Íslands á árinu 2012. Samningurinn er til þriggja ára.

Bjarni Mark Antonsson, miðjumaður, f. 1995. Bjarni Mark er Siglfirðingur og skipti í KA í desember 2011. Hann spilaði sl. sumar með 2. flokki KA. Samningurinn er til þriggja ára. Bjarni er sonur Anton Mark Duffield sem lék með KS á Siglufirði.

Alla fréttina má lesa á vef KA hér.