Tveir nýir í stjórn Markaðsstofu Norðurlands

Tveir nýir stjórnarmenn voru kjörnir í stjórn Markaðsstofu Norðurlands á aðalfundi sem haldinn var á Hótel Kea fimmtudaginn 3. maí. Kosið var um tvær stöður aðalmanna, annars vegar á Norðurlandi vestra og hinsvegar á Norðurlandi eystra. Sitthvor frambjóðandinn gaf kost á sér, og töldust þeir Viggó Jónsson og Baldvin Esra Einarsson því sjálfkjörnir. Viggó rekur Drangeyjarferðir í Skagafirði og er framkvæmdastjóri skíðasvæðisins í Tindastól. Baldvin Esra er framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Saga Travel á Akureyri.

Nánari upplýsingar: https://www.northiceland.is/is/markadsstofan/frettir-af-innra-starfi/frettir/tveir-nyir-stjornarmenn-kosnir-a-adalfundi